Reglur um úthlutun, leigu og umgengni orlofshúsa - íbúða Verk Vest

Hús nr. 9 í Svignaskarði
Hús nr. 9 í Svignaskarði

1.gr

Orlofshús og íbúðir í eigu orlofssjóðs Verk Vest eru eingöngu leigð út til félagsmanna Verk Vest og Félags járniðnaðarmanna á Ísafirði. Heimilt er að veita undanþágu á leigu til annarra aðildarfélaga innan ASÍ sem bera þá ábyrgð á hinu leigða.

2.gr

Afgreiðsla

Almenn afgreiðsla og þjónusta vegna úthlutuna íbúða og sumarhúsa eru hjá skrifstofum félagsins á Hólmavík, Ísafirði og Patreksfirði. Allar bókanir fara í gegnum orlofsvef félagsins http://orlof.is/verkvest/ og miðast við staðgreiðslu. Bókunarvél er aðgengileg allann sólahringinn alla daga vikunnar. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta að sjálfsögðu bókað á opnunartíma skrifstofa félagsins og gengið frá greiðslu annað hvort á staðnum eða í gegnum síma.

 3.gr

Úthlutunartimabil

Úthlutunartímabil eru fjögur, til viðmiðunar er fyrsta tímabil frá 3. janúar – 3.júní, 3.júní – 19.ágúst, 19.ágúst – 21.des. og 21.des. – 4.janúar. Opnað er fyrir úthlutanir 2 1/2  mánuði fyrir næsta timabil. Um sumarúthlutun fer skv. 4. grein.

 4.gr

Sumarúthlutun

Tilkynning um sumarúthlutun er send með tölvupósti til félagsmanna, þeir sem ekki hafa gefið upp netfang fá sent bréf. Stuðst er við punktakerfi við úthlutun orlofseigna í sumarúthlutun einnig fyrir jól og páska. Það skal tekið fram að punktar koma ekki í staðinn fyrir greiðslu, heldur ganga þeir fyrir í úthlutun sem eiga flesta punkta.

Ávinnsla í punktakerfi hófst 1.1.2013 og ávinnast 2 punktar fyrir hvern mánuð, miðað við að greitt sé lágmarksfélagsgjald á ári. Félagsmenn sem greitt er af undir lágmarksgjaldi á ári, ávinna sér 1 punkt fyrir hvern mánuð.

Punktaúttekt við úthlutun er eftirfarandi:

Til að fá úthlutað á tímabilinu 3. júní – 19. ágúst, þarf félagsmaður að eiga að lágmarki 36 punkta. Þetta á eingöngu við um sumarhús.

Til að fá úthlutað um jól og páska, þarf félagsmaður að eiga að lágmarki 18 punkta. Þessi regla á við um sumarhús og íbúðir.

Eftir að sumarúthlutun hefur farið fram og enn eru laus tímabil til umsóknar skal starfsfólk félagsins auglýsa eftir umsóknum á heimasíðu félagsins og gildir þá reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

5.gr

Greiðslufrestur

Leiga á orlofseignum utan sumarúthlutunar skal staðgreidd við pöntun. Ekki er hægt að panta orlofshús án greiðslu. Leiga er EKKI endurgreidd en félagsmenn sem afpanta fá inneign í orlofskerfi sem hægt er að nota sem innborgun upp í næstu leigu.

Inneign er því aðeins heimil að eitthvað neðangreindra atriða eigi við:

  • Veikindi í fjölskyldu - átt er við maka eða börn eða aðra mjög nákomna ættingja leigutaka.
  • Dauðsfall í fjölskyldu - átt er við maka, börn, foreldra eða systkyn, leigutaka.
  • Ófært er á þjóðvegum eða flug fellur niður.

Vegna afbókana með viku fyrirvara er 1 sólahringur (kr. 5.500 ) dregin frá inneign. Ef afbókað er með 3ja sólahringa fyrirvara eða skemur þá verða einungis 25% af greiddri leigu að inneign í orlofshúsakerfi.

Sumarúthlutun verður að staðfesta með greiðslu eigi síðar en viku eftir að úthlutun lýkur, að öðrum kosti verður orlofshús auglýst laust til umsóknar.

6.gr

Þrif og skil

Orlofseign skal skilað í því ástandi sem kveðið er á um í umgengnisreglum Orlofssjóðs eins og þær eru hverju sinni. Lyklum skal komið til umsjónarmanns eða á skrifstofur félagsins eftir því sem við á innan viku frá því leigu lýkur. Þeir sem skila lyklum eftir þann tíma verða beyttir sektarákvæði. Sektargjald vegna vanskilum á lyklum er kr. 5.000. Neyðarútkall umsjónarmanns er kr. 8.500.

 7.gr

Brot á leigusamningi og viðurlög

Verði leigutaki uppvís af alvarlegum brotum á leigu- og umgengnisreglum áskilur félagið sér þann rétt að vísa leigutaka úr íbúð/sumarhúsi. Leigutaka er óheimilt að framselja leigusamning til annars aðila. Verði leigutaki uppvís af slíku broti er heimilt að víkja fólki úr orlofeign fyrirvaralaust. Afleiðingar þess er að viðkomandi er útilokaður frá leigu á orlofshúsum félagsins næstu 12 mánuði. Leigugjald er ekki endurgreitt í slíkum tilvikum.

Komi í ljós skemmdir á orlofshúsi eða munum sem því tilheyra, skal leigutaki tilkynna það á skrifstofu félagsins. Leigutaki ber fulla ábyrgð á tjóni sem verður af hans völdum eða annarra sem í íbúiðinni dvelja á leigutímanum. áskilur félagið sér þann rétt að láta lagfæra orlofseign á kostnað leigutaka og senda viðkomandi reikning fyrir kostnaði sem af því hlýst. 

Hafi orlofseign verið skilað í óviðunandi ástandi þannig að félagið þurfi að láta framkvæma þrif á orlofseign áskilur félagið sér þann rétt að láta þrífa orlofseign á kostnað leigutaka. Sektargjald vegna þrifa er kr. 15.000.

  

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.