miðvikudagurinn 13. maí 2020

Aðalfundur Verk Vest

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldinn þriðjudaginn 26. maí kl.18:00 í Alþýðuhúsinu ( Ísafjarðarbíó - efsta hæð ). 

Dagskrá:

  • Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 24 gr. laga félagsins.

Við ætlum að sjálfsögðu að virða 2ja metra regluna og huga að smitvörnum en hvetjum félagsmenn til að mæta og kynna sér starfsemi félagsins.

Einnig bjóðum við félagsmönnum upp á að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Þeir sem vilja nýta sér þann möguleika eru beðnir að skrá sig á postur@verkvest.is

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.