Mynd bsrb.is
Mynd bsrb.is

Á fundi stjórnar Verkalýðsfélags Vestfirðinga 6. nóvember var samþykkt að félagið endurnýjaði gildandi aðgerðaráætlun sem nýst gæti stjórn, trúnaðarráði og starfsfólki félagsins í þeirra vinnu og auka færni starfsfólks félagsins til að aðstoða atvinnurekendur til að innleiða slíkt á vinnustöðum.

Aðgerðaráætlunin inniheldur einnig starfsmannasáttmála Verkalýðsfélags Vestfirðinga sem er hugsaður sem ein helsta forvörn gegn einelti á vinnustað og er vegna þessa hluti af aðgerðaráætluninni. Í lokaorðum er farið yfir áherslur Verk Vest er varða atvinnulífið í heild sinn með tilliti til eineltis, ofbeldis og hverskyns áreitis á vinnustöðum. 

Aðgerðaráætlunin gegn einelti, ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni byggir á gildandi lögum og reglugerðum er efnið varða. Tilgangurinn er að vinna gegn ofbeldi og hverskyns áreiti á vinnustað, setja fram skýra áætlun þess efnis hvert skuli tilkynna atvik sem upp koma, hver viðbrögð fyrirtækisins verða við þeim tilkynningum sem og þær leiðir sem fyrirtækið fer til að takast á við vandann.  

Áætlunin inniheldur skilgreiningar á einelti, kynbundinni- og kynferðislegri áreitni sem og kynbundnu ofbeldi til skýringar á hugtökunum. Áætlunin inniheldur einnig starfsmannasáttmála þar sem settar eru fram hegðunarreglur sem starfsmönnum ber að fylgja á vinnustað. Með því eru sett fram skýr skilaboð til starfsmanna varðandi hvað séu eðlileg samskipti og hegðun gagnvart samstarfsfólki.  Með slíkri áætlun er markmiðið að fyrirbyggja hverskyns ofbeldi á vinnustað, tryggja jákvæðan starfsanda, draga úr fjarvistum frá vinnu vegna veikinda og með því auka framleiðni á vinnustað.

Áætlunin er verkfæri fyrir atvinnurekendur til að nýta innan síns fyrirtækis til að takast á við erfiðan starfsanda, óeðlilega hegðun og miklar fjarvistir vegna neikvæðs starfsumhverfis. Fyrirtæki geta leitað til Vinnueftirlisins eftir fræðsluefni og til tilkynningar á alvarlegum atvikum en ættu með virkri aðgerðaráætlun innan síns fyrirtækis að geta fyrirbyggt slík atvik.

Áætlunin í heild sinni er aðgengileg hér á síðunni

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.