miðvikudagurinn 7. október 2020

Afbókanir orlofsíbúða vegna hertra sóttvarnareglna

Vegna hertra sóttvarnarreglna á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákveðið að koma á móts við félagsmenn sem eiga bókaðar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og vilja afbóka. Nú er aftur farið að fresta hinum ýmsu viðburðum vegna COVID-19 og mælst er til að fólk sé ekki að ferðast að óþörfu til höfuðborgarsvæðisins. Félagsmenn eru þegar farnir að hafa samband með breytingar eða afbókanir. 

Félagið mun eins og s.l. vor heimila inneign að fullu í orlofskerfinu vegna hinna ýmsu atvika sem eiga eftir að koma upp vegna COVID-19 í október, hvort sem verið er að fresta viðburðum eða um sóttkví o.fl. er að ræða þó fyrirvarinn geti verið skammur. 

Ekki verður tekið við afpöntunum eingöngu í síma nema í undantekningatilfellum. Félagsmenn þurfa að senda tölvupóst á netfangið: postur@verkvest.is  með upplýsingum um leigjanda, eign, leigutímabil og ekki er verra ef bókunanúmer fylgir með líka.

 

 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.