miðvikudagurinn 16. nóvember 2016

Ágallar í kjarasamningi Verk Vest lagfærðir

Ríkissáttasemjari boðaði viðsemjendur í kjaradeilu sjómanna til fundar í dag til að fara yfir ágalla sem voru á undirrituðu eintaki Verkalýðsfélags Vestfirðinga og lagfæra. Efnisatriðum samningsins var ekki breytt heldur var eingöngu verið að leiðrétta nafn samningsins og samræma greinar þannig að þær stemmdu við gildandi kjarasamning félagsins. Hægt er að nálgast leiðrétt eintak hér og til samanburðar er upprunalegt eintak.

Tilkynningu um þessar breytingar hefur verið komið til trúnaðaráðs félagsins og samningaráðs sjómanna hjá Verk Vest. 

Hér má nálgast ítarlegt Kynningarefni með samningi

Samkomulag um frestun verkfalls

Það er mat samninganefnda sjómanna að ekki hafi verið komist lengra þrátt fyrir frábæra samstöðu sjómanna sem fóru í verkfall til að ná fram þeim samningi sem nú er lagður í dóm sjómanna í Verk Vest sem taka afstöðu til samningsins og greiða síðan um hann atkvæði.

 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.