Þegar þessi orð eru skrifuð klukkan að verða hálf þrjú aðfararnótt laugardags er verið að undirrita endurnýjaðan kjarasamning sjómanna við útgerðarmenn. Eins og staðan er núna má gera ráð fyrir kynningu samningsins strax á laugardeginum bæði á Ísafirði og Patreksfirði. Ef allt gengur upp má gera ráð fyrir að kynningarnar verði kl.16.00 á báðum stöðum. Eftir kynningafundi verður opinn kjörfundur þar sem félagsmenn geta kosið um samninginn. Samkomulag varð um að öll félögin sem skrifa undir samninginn verði með í sameiginlegri kosningu og verður talið úr sameiginlegum potti á sunnudaginn.
Verkfalli verður aðeins aflýst og skipum haldið til veiða ef sjómenn samþykkja samninginn.
Eins og áður hefur komið fram þá erum við að sigla út úr lengsta sjómannaverkfall Íslandssögunnar. Verkfalli sem ekki var leyst með lagasetningu. Við hvetjum félagsmenn okkar til að mæta á kynningu um samninginn og nýta kosningarétt sinn að kynningu lokinni.
Félagskveðjur,
Bergvin, Finnbogi og Sævar