Stétt félagsliða telur nú hátt í eitt þúsund manns en tólf ár eru síðan námið stóð fyrst til boða. Félagsliðar eru sérmenntaðir til að veita þjónustu í formi aðstoðar og umönnunar einstaklinga á öllum aldri sem vegna félagslegra aðstæðna, líkamlegrar eða andlegra hömlunar eiga erfitt um vik að sjá um sig sjálfir. Félagsliðar hafa aðallega starfað með öldruðum og fötluðum, bæði á stofnunum og sem aðstoð í daglegu lífi. Félagsliðar hafa barist fyrir því að verða löggilt heilbrigðisstétt um árabil en lítið hefur gengið. Löggilding félagsliða er ekki bara mikilvæg fyrir framgang stéttarinnar heldur ekki síst fyrir gæði þjónustu við þann vaxandi hóp sem þarf á aðstoð að halda.
Við skorum á heilbrigðisráðherra að löggilda stétt félagsliða hratt og örugglega!
Félag íslenskra félagsliða Starfsgreinasamband Íslands
SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu Stéttarfélag Vesturlands
Framsýn stéttarfélag Verkalýðs- og sjóm.f. Keflavíkur og nágrennis
Eining – Iðja Efling stéttarfélag
Báran stéttarfélag Verkalýðsfélagið Hlíf
Verkalýðsfélag Þórshafnar Verkalýðsfélag Snæfellinga
Verkalýðsfélag Suðurlands Verkalýðsfélag Vestfirðinga
Drífandi stéttarfélag Aldan stéttarfélag
Verkalýðs- og sjóm.f. Sandgerðis Verkalýðs- og sjóm.f. Bolungarvíkur
Stéttarfélagið Samstaða AFL starfsgreinafélag
Verkalýðsfélag Akraness Verkalýðsfélag Grindavíkur