Póstatkvæðagreiðsla vegna kosninga um endurnýjun kjarasamnings Verk Vest við SFS er hafin. Kjörgögn og kynningarefni vegna atkvæðagreiðslunnar eru komin í póst og ættu að berast til sjómanna hjá Verk Vest á næstu dögum. Eingöngu þeir sem vinna á bátum og skipum í stóra kerfinu fá send kjörgögn. Kjörskár liggur frammi á skrifstofum félagsins á Ísafirði og Patreksfirði. Þeir félagsmenn sem ekki fá send kjörgögn en telja að þeir eigi að vera á kjörskránni eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skirfstofur félagsins í síma 4565190, senda tölvupóst á netfangið postur@verkvest.is eða mæta á staðinn til að kæra sig inn á kjörskrá. 

Póstatkvæðagreiðslan stendur til kl.12.00 mánudaginn 15. ágúst. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður tilkynnt kl.15.00 sama dag.

Sjómenn í Verk Vest eru hvattir til að bregðast vel við þegar kjörgögn berast og nýta atkvæðisrétt sinn. 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.