föstudagurinn 6. janúar 2017

Atvinnuleysisbætur hækkuðu 1. janúar

Á þorláksmessu undirritaði ráðherra breytingu á reglugerð um fjárhæðir atvinnuleysistrygginga. Hækkunin nemur 7,5% og tók gildi 1. janúar 2017. Hækkunin kemur í kjölfar ítrekaðrar gagnrýni verkalýðshreifingarinnar að attvinnuleysisbætur hafi ekki hækkað hltufallslega jafn mikið og lægstu laun. Eftir hækkunina eru grunnatvinnuleysisbætur 83,5% af lágmarkslaunum. 

Upphæð grunnatvinnuleysisbóta reiknast í hlutfalli við bótarétt:

  • Atvinnuleysisbætur eru 217.208 kr. á mánuði miðað við 100% bótarétt.
  • Atvinnuleysisbætur eru 162.906 kr. á mánuði miðað við 75% bótarétt.
  • Atvinnuleysisbætur eru 108.604 kr. á mánuði miðað við 50% bótarétt.
  • Atvinnuleysisbætur eru 54þ302 kr. á mánuði miðað við 25% bótarétt (lágmarksbótaréttur).

Vegna framfærsluskyldu barna yngri en 18 ára eru greiddar 8.688 kr. á mánuði með hverju barni (4% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum).

Tekjutenging

Grunnatvinnuleysisbætur eru greiddar samtals í hálfan mánuð frá fyrstu skráningu áður en tekjutenging atvinnuleysisbóta tekur gildi.

  • Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er 342.422 kr. á mánuði.
  • Útreikningur tekjutengingar miðast við:
    • Launamenn: Tekjutenging atvinnuleysisbóta nemur 70% af meðaltali heildarlauna og er miðað við sex mánaða tímabil sem hefst tveimur mánuðum áður en umsækjandi varð atvinnulaus.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.