þriðjudagurinn 20. júlí 2021

Bætum umgengni um orlofshús og íbúðir

Íbúð 405 í Sunnusmára 18
Íbúð 405 í Sunnusmára 18

Að gefnu tilefni er mikilvægt að hafa í huga að orlofshús og íbúðir hjá Verk Vest eru sameign okkar allra. Það eru félagsmenn sem borga sjálfir kostnað við reksturinn. Því er afar mikilvægt að við sameinumst öll um að ganga um húsin okkar með því hugarfari að við eigum þetta sjálf!

Undanfarin ár hefur ræstingafyrirtækið Sólar séð um þrif á íbúðum félagsins á höfuðborgarsvæðinu. Félagsmenn þufa því ekki að þrífa íbúð eftir afnot en að sjálfsögðu þarf að skila íbúðinni snyrtilegri þannig að vel sé gengið frá við brottför. 

Önnur regla gildir um sumarbústaðina okkar og íbúðina á Akureyri, þar eiga félagsmenn að þrífa við brottför.

Rétt er að ítreka að allar upplýsingar um orlofseign sem verið er að leigja koma fram á samningi sem viðkomandi fær þegar hann leigir íbúð eða sumarhús hjá félaginu.

Við skulum því hafa að leiðarljósi okkar að skilja við orlofseignir okkar eins og við viljum sjálf koma að þeim. Skilji félagsmaður illa við orlofseign að mati umsjónarmanns á viðkomandi svæði, má búast við að viðkomandi þurfi að borga sérstakt þrifagjald.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.