Í tilefni þess að samtök verkafólks og sjómanna hafa starfað á Ísafirði samfleytt í eina öld verður opnuð sýning á Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði.

Á sýningunni verður brugðið upp ljósi á sögu Verkalýðsfélagsins Baldurs og Sjómannafélags Ísfirðinga frá árinu 1916 til okkar tíma með ljósmyndum, lifandi myndum, munum og minjum til heiðurs verkafólki og sjómönnum á Ísafirði og baráttu þess fyrir réttindum og lífsgildum.

Sýningin Baldur og Sjómannafélagið – 100 ára barátta launafólks, verður opin á opnunartíma Safnahússins fram til Sjómannadagsins 5. júní 2016.

Sýningin opnar laugardaginn 16. april klukkan 14 og eru allir velkomnir.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.