mánudagurinn 25. febrúar 2019

Breytt þjónusta orlofsíbúða í Reykjavík

Eldhús íbúð 601 Ásholti
Eldhús íbúð 601 Ásholti

Frá og með 1. mars breytist þjónusta fyrir íbúðir félagsins í Reykjavík. Orlofssjóður hefur gert þjónustusamning við Sólar sem tekur við að þjónusta íbúðirnar frá þeim tíma. Með þjónustusamningi við Sólar verða þrif innifalin í leiguverði og gildir ný verðskrá frá 17. maí þegar opnar fyrir sumarúthlutun. 

Á sama tíma taka einnig gildi breyttar umgengnisreglur fyrir íbúðirnar í Reykjavík.

Þrátt fyrir þessar breytingar í Reykjavík eiga félagsmenn að skila íbúðum í góðu ástandi eða eins og við viljum sjálf koma að þeim.

Gleymum því ekki að íbúðir og sumarhús eru í eigu okkar, félagsmanna í Verk Vest. 

 

 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.