þriðjudagurinn 17. mars 2020

COVID-19 og minnkað starfshlutfall

Verkalýðsfélag Vestfirðinga beinir því til félagsmanna sem að ósk atvinnurekanda eru beðnir um að minnka starfshlutfall á meðan COVID-19 ástandið varir að hafa samband við félagið til að fá frekar upplýsingar um viðbrögð. Félagið vekur athygli á að nýtt frumvarp um minkað starfshlutfall vegna COVID-19 er í smíðum á Alþingi, en vonir standa til að frumvarpið verði tilbúið fyrir vikulok.

Því beinir félagið þeim tilmælum til félagsmanna að skrifa ekki undir nein skjöl er varða skert starfshlutfall og eða gætu leitt til skerðingar á kjarasamningsbundnum réttindum.  

Vinnumálastofnun hefur sett upp sér vefsvæði þar sem allar upplýsingar um aðgerðir stofnunarinnar um úrræði vegna COVID-19 verða birtar.

Hægt er að hafa samband við félagið á opnunartíma í síma 456 5190 eða með því að senda tölvupóst á postur@verkvest.is

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.