þriðjudagurinn 14. nóvember 2017

Desemberuppbót 2017

Desemberuppbót skal greidd ekki síðar en 15. desember, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Fullt ársstarf telst 45 unnar vikur eða meira.

Full desemberuppbót 2017 er sem hér segir:

Verkafólk, starfsmenn á veitinga-, þjónustu- og greiðasölustöðum, beitningamenn á smábátum, starfsmenn á bændabýlum, starfsmenn ríkisstofnana................ 86.000

Verslunar- og skrifstofufólk................................. 86.000

Kalkþörungaverksmiðjan Bíldudal.........................93.815

Iðnaðarmenn og iðnnemar.................................. 86.000

Þörungaverksmiðja Reykhólum.......................... 127.715 

Starfsmenn sveitarfélaga...................................110.750 

Hjá sveitafélögum miðast 100% starf við tímabilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár. Starfsmaður sem lætur af störfum á árinu, en hafði þá starfað samfellt í a.m.k. 6 mánuði skal einnig fá greidda desemberuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.