Fræðslusjóðirnir Landsmennt, Sjómennt, Ríkismennt og Sveitamennt, hafa ákveðið að hækka hámark einstaklingsstyrkja frá og með 1. janúar 2020.  

Hámarksgreiðsla á ári fer úr kr. 100.000,- fyrir almennt nám í kr. 130.000,-

Þriggja ára uppsafnaður styrkur hækkar úr kr. 300.000,- í kr. 390.000,- fyrir eitt samfellt nám

Athygli er vakin á að umræddar breytingar sem taka gildi 1. janúar 2020 eiga við um nám sem hefst frá og með þeim tíma.

 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.