mánudagurinn 22. október 2018

Endurgreiðsla á gangnamiðum

Eins og kunnugt er hefur Spölur hætt að rukka í Hvalfjarðargöngin og tekur félagið á móti ónotuðum gangnamiðum frá félagsmönnum til endurgreiðslu.

Á Ísafirði verða miðar endurgreiddir beint með peningum. Á Patreksfirði verður einnig tekið á móti gangnamiðum sem verða endurgreiddir með millifærslu frá félaginu.   

Við munum taka við miðum til og með 31. október n.k. og endurgreiða.

Að þeim tíma liðnum munum við millifæra til allra sem skiluðu inn á Patreksfirði.

Starfsfólk Verk Vest

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.