föstudagurinn 23. júlí 2021

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

Trúnaðarmenn Verk Vest að loknu námskeiði
Trúnaðarmenn Verk Vest að loknu námskeiði

Samkvæmt kjarasamningum á að vera trúnaðarmaður á öllum vinnustöðum sem hafa fimm eða fleiri starfsmenn. Starfsfólk á hverjum vinnustað kýs sér trúnaðarmann til tveggja ára í senn. Kosning fer fram í samráði við Verk Vest. Eftir kosningu fær trúnaðarmaður og atvinnurekandi senda staðfestingu á kjöri. 

Ef enginn trúnaðarmaður er á þínum vinnustað, viljum við biðja þig um að hafa samband við skrifstofur Verk Vest í síma 456 5190 eða senda tölvupóst á postur@verkvest.is til að fá aðstoð við að kjósa trúnaðarmann.

Næsta námskeið fyrir trúnaðarmenn hjá Verk Vest verður haldið dagana 20. - 22. september.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.