þriðjudagurinn 8. júní 2021

Ertu búinn að fá greidda orlofsuppbót?

Flókalaug í Orlofsbyggðinni í Flókalundi
Flókalaug í Orlofsbyggðinni í Flókalundi
1 af 2

Orlofsuppbót skal greidd þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu. Allt starfsfólk sem verið hefur samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí skal fá greidda orlofsuppbót.

Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.

Orlofsuppbót fyrir 2021 (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf:

Landverkafólk samkvæmt kjarasamningum SGS......... kr. 52.000
Verslunar- og skrifstofufólk............................................. kr. 52.000
Starfsfólk ríkisstofnana.................................................... kr. 52.000
Starfsfólk sveitafélaga...................................................... kr. 51.700
Starfsfólk Kalkþörungaverksmiðjunnar á Bíldudal....... kr. 52.000
Starfsfólk Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum......... kr. 128.698

 

 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.