Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands komu saman til fundar á Akureyri föstudaginn 7. september og tóku sérstaklega fyrir eftirlit með félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Formannafundur Starfsgreinasambandsins krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða enda hafa stéttarfélögin takmörkuð úrræði til viðbragða. 

Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins krefjast þess að stjórnvöld hefji þegar í stað vinnu við úrbætur á sviði eftirlits og lagasetningar og leggist á árarnar með stéttarfélögunum til að uppræta félagsleg undirboð. Það er óþolandi og með öllu ólíðandi að uppsveifla í efnahagslífinu sé að hluta til drifin áfram af misnotkun á vinnandi fólki.

Einn fylgifiska stóraukinnar ferðaþjónustu og byggingaframkvæmda síðustu ár eru aukin félagsleg undirboð á vinnumarkaði og bein misnotkun á fólki sem kemur hingað til lands að vinna. Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands hafa orðið vör við þessa þróun ásamt ótal birtingamynda félagslegra undirboða.

Má þar nefna:

  • Ólöglega sjálfboðaliðastarfsemi
  • Launastuld
  • Ófullnægjandi ráðningasamninga
  • Misnotkun á vinnandi fólki
  • Brot á ákvæðum um hvíldartíma
  • Óviðunandi aðbúnað
  • Misnotkun í tengslum við útleigu íbúðarhúsnæðis í eigu atvinnurekanda

Eftirfarandi var samþykkt í kjölfar formannafundarins.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.