þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Félagsmannasjóður - ÁRÍÐANDI SKILABOÐ!

Ertu félagsmaður í Verk Vest? Starfaðir þú hjá sveitarfélagi á síðasta ári? Eða hættir þú vinnu hjá sveitarfélag á síðasta ári?

Í kjarasamningi Verk Vest við sveitafélög var stofnaður sérstakur félagsmannasjóður.

Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanns og er greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert.

Allir félagsmenn Verk Vest sem starfa hjá sveitarfélagi eða störfuðu hjá sveitarfélagi á félagssvæðinu á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar nk.

Forsenda þess að hægt verði að greiða úr sjóðnum er að félagsmenn sæki um greiðslu úr sjóðnum.

Einfaldast er að fylla út þetta rafræna eyðublað

Einnig er hægt að hafa samband sem fyrst við Ásdísi eða Agnieszku hjá Verk Vest í síma 456 5190 eða netfangið postur@verkvest.is   

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.