Nýgerður Lífskjarasamningur fékk góðar undirtektir á fundi trúnaðarráðs og trúnaðarmanna Verk Vest í gærkvöldi. Góðar umræður sköpuðust um einstök efnisatriði svo sem breytingar á ungmennalaunum, kauptaxta og forsenduákvæði samningnsins. Þó svo almenn ánægja hafi verið með aðkomu stjórnvalda lýstu fundarmenn óánægju sinni að skattabreytingar skuli ekki koma fram fyrr en á næsta ári og því muni of hátt hlutfall af taxtahækkunum og uppbótargreiðslum fara í skattinn. Bent var á að í raun stæði það upp á stjórnvöld að efna stóru orðin sérstaklega hvað varðar aðstoð við ungt tekjulágt barnafólk sem væri að basla við að eignast húsnæði.
Glærukynning Lífskjarasamnings
Verk Vest verður með rafrænar kosningar um nýju kjarasamninga SGS og LÍV á heimasíðu félagsins. Eingöngu verður hægt að greiða atkvæði rafrænt með innskráningu í síma eða með íslykli. Félagsmenn eru að sjálfsögðu velkomnir á skrifstofur félagsins á Hólmavík, Ísafirði og Patreksfirði á opnunartíma og fengið aðstoð við að kjósa rafrænt.