fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Hvatning til sjómanna í Verk Vest

Verkalýðsfélag Vestfirðinga vill benda félagsmönnum sínum á að óski útgerð eftir því við skipverja að mætt skuli í Covid-skimun áður en farið er á sjó sé ÖLLUM skylt að mæta. Slíkar skimanir eru til að tryggja öryggi og velferð allra skipverja. Víki skipverji sér undan því að mæta í skimun getur viðkomandi átt á hættu að fá ekki að fara í þá sjóferð og við það fellur greiðsluskylda útgerðar niður fyrir umrædda sjóferð. Komist skipverji ekki í boðaða skimun skal viðkomandi tafarlaust hafa samband við skipstjóra til að finna lausn svo hægt verði að sinna skimun í tæka tíð fyrir sjóferð.

Sýnum ábyrgð – mætum í skimun.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.