miðvikudagurinn 29. júní 2016

LÍFEYRISMÁL: Rangar dagsetningar leiðréttar

Í fréttum á vef Verk Vest 22. jan. um nýjan kjarasamning var farið rangt með dagsetningar. Mistökin voru svo endurtekin þann 12. febrúar. Í fréttunum sagði að hækkun á framlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði ætti að verða 1. júní 2016, en hið rétta er að hækkunin, úr 8% í 8,5%, gildir frá 1. júlí 2016. Hið sama gildir um hækkanir 2017 og 2018, rétt dagsetning þar er 1. júlí en ekki 1. júní.

Ekki er eingöngu við Verk Vest að sakast um þessi mistök; með báðum fréttum fylgdi fréttatilkynning frá ASÍ með röngum dagsetningum. Reyndar fylgdi einnig kjarasamningurinn, að sjálfsögðu með réttum dagsetningum. En sem sagt: Framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar ekki 1. júní, heldur 1. júlí.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.