fimmtudagurinn 16. september 2021

Laun félagsmanna Verk Vest duga ekki til framfærslu

Hversu oft síðastliðin fimm ár tekið lengra en tveggja vikna sumarfrí
Hversu oft síðastliðin fimm ár tekið lengra en tveggja vikna sumarfrí

Fyrir tæpu ári síðan lagði Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, upp í verkefni til að afla upplýsinga um stöðu fólks á vinnumarkaði með tilliti til fjárhagsstöðu og heilsu. Kristín Heba, framkvæmdastjóri Vörðu heimsótti stjórn Verk Vest og kynnti skýrslu um rannsóknina þar sem borin er saman staðu launafólks innan Verk Vest við stöðu launafólk á landsvísu. Rétt er að benda á að könnunin er tekin í miðju Covid-ástandi.

Samsetning þátttakenda í könnuninni eru 57% konur og 43% karlar. Hjá Verk Vest voru 19% svarenda 19 ára og yngri, en hjá heildarsamtökunum voru 15% svarenda 19 ára og yngri. Svarendur voru 206, eða 11,6% félagsmanna Verk Vest sem er mjög góð svörun og er hópurinn blandaður hópur skilgreindra innflytjenda og Íslendinga.

Yfirgnæfandi meirihluti svarenda eru fjölskyldufólk, en 79% svarenda var í launaðri vinnu og 8% atvinnulaus. Hlutfall þeirra sem nýtt hafa hlutabótaleiðina á þeim tíma sem könnunin var framkvæmd er hærra hjá félagsmönnum Verk Vest en á landsvísu (26% kvenna og 30% karlar).

Fjárhagsstaða svarenda er þannig að fáir hafa það gott, flestir ná endum saman, en um 25% eiga erfitt með að ná endum saman en almennt eiga konur erfiðara fjárhagslega. Um 12% svarenda hafa þurft að þiggja fjárhagsaðstoð.

Varðandi heilsufar búa 24% svarenda hjá Verk Vest við slæma andlega heilsu, 14% búa við slæmt líkamlegt heilsufar og 35% hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu sökum kostnaðar (ath. að tannlækningar eru líka hér undir). 42% ungra kvenna býr við slæma andlega heilsu.

Alvarlegast eru þó þær staðreyndir sem koma fram að fólk getur ekki mætt óvæntum útgjöldum og ekki farið í árlegt frí með fjölskyldu. Um 6% svarenda eru með lán og/eða leigu í vanskilum, 5% hafa ekki efni á kjötmáltíð annan hvern dag og 5% hafa ekki efni á að reka bíl. Þá búa 5% svarenda við fátækt og auk þess eru 9% við fátæktarmörk. Allmargir eða 71% búa í eigin húsnæði, 16% leigja á almennum markaði og 4% leigja hjá leigusamtökum. Hinsvegar búa 8% félagsmanna Verk Vest hjá ættingum. Svo virðist samkvæmt sumum mælikvörðum í könnuninni sem karlar lifi við nokkru verri kost en konur.

Sérstaka athygli vekur að 14% svarenda sem þó eru í fullri vinnu lifa við fátækramörk eða hreint út sagt fátæk, en almennt um stöðuna segir Kristín Heba niðurstöðurnar slæmar. Svo virðist að fjárhæð launa sé ekki málið, heldur sú staðreynd að launin eru klárlega of lág.

Könnunin staðfestir því með óyggjandi hætti að þeir sem eru í verkamannavinnu á lágmarkslaunum hafa alls ekki nóg til daglegrar framfærslu.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.