Þann 1. maí næstkomandi hækka laun almennt um 3% samkvæmt kjarasamningum Verk Vest á aðild að. Lágmarkstekjutrygging fyrir dagvinnulaun hækkar meira eða sem nemur 7% og verður lágmarkstekjutrygging fyrir 100% starf 300 þúsund krónur á mánuði.
Félagsmenn Verk Vest eru hvattir til að fylgjast sérstaklega með hvort laun fyrir dagvinnu, bónusar og álagsgreiðslur þar með taldar, lendi undir 300 þúsund. Atvinnurekanda ber að bæt starfsfólki í fullu starfi sem EKKI nær 300 þúsund fyrir dagvinnu það sem upp á vantar.
Rétt er að minna á að 1. júlí næstkomandi hækkar mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði á samningssviði SA og aðildarfélaga ASÍ úr 10,0% í 11,5%.
Nýjar kaupgjaldsskrár hafa verið uppfærðar á og eru aðgengilegar á vef Verk Vest.