laugardagurinn 21. mars 2020

Lokun á skrifstofum Verk Vest

Í ljósi þess að upp hafa komið staðfest Covid-19 smit á Vestfjörðum og hversu bráð smitandi veiran er hefur verið tekin áðkvörðun að setja á heimsóknarbann hjá skrifstofum félagsins á Ísafirði og Patreksfirði frá og með mánudeginum 23. mars.

Heimsóknarbannið er fyrst og fremst varúðarráðstöfun þar sem félagið vill leggja sitt af mörkum til að verja heilsufar félagsmanna og hefta útbreiðslu veirunnar. 

Stefnt er á að halda uppi óbreyttri starfsemi á skrifstofunum félagsins á auglýstum opnunartíma en vegna heimsóknarbannsins er félagsmönnum bent á að vera í sambandi í síma 456 5190 eða með tölvupósti á postur@verkvest.is

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.