Margrét tekur við af Finni
Margrét tekur við af Finni

Á deildaraðalfundi verslunar og skrifstofufólks í Verk Vest sem haldinn var 10. október síðastliðinn var kosin ný deildarstjórn. Ákveðin tímamót voru einnig á fundinum þar sem Finnur Magnússon lét af embætti sem formaður deildarinnar eftir 17 ár í embætti. Finnur var áður formaður Verslunarmannafélags Ísafjarðar en þegar Verkalýðsfélag Vestfirðinga var stofnað 21. september 2002 þá gengu verslunarmenn til liðs við Verk Vest og urðu að sér deild í félaginu. Finnur hafði gengt embætti formanns Verslunarmannafélagsins frá 1999 en þá tók hann við af Gylfa Guðmundssyni sem er núverandi formaður Fos Vest. Formaður í nýrri stjórn var kjörin Margrét Jóhanna Birkisdóttir starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og er hún fyrsta konan til að gegna embætti formanns eftir að verslunarmenn sameinuðust við Verk Vest. Margrét er boðin velkomin til starfa fyrir félagið. 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.