Kosningin stendur til kl. 12:00 á fimmtudag og eru félagsmenn hvattir til að kjósa í tíma. Nú hafa aðeins 15,3% félagsmanna kosið, ekki láta tímann hlaupa frá okkur!

Helstu atriði samningsins eru:

 • Launahækkanir:
  • o Jan. 2020 kr. 17.000.
  • o Apr. 2020 kr. 24.000.
  • o Jan. 2021 kr. 24.000.
  • o Jan. 2022 kr. 25.000.
  • o Jan. 2023 tekur ný launatafla gildi sem hefur í för með sér launahækkun sbr. alm. markaðinn.
 • Útborgun launa færist þannig til að beri fyrsta dag mánaðar upp á helgidag skuli greiða út laun síðasta virka dag á undan.
 • Eingreiðsla kr. 105.000 fyrir fullt starf og hlutfallslega fyrir lægra starfshlutfall, en þessi greiðsla er auk fyrirframgreiðslunnar kr. 125.000 sem var greidd í fyrra. Samtals eingreiðsla til starfsmanna Súðavíkur- og Reykhólahreppa er þá kr. 230.000.
 • Stytting vinnuviku um 180 mínútur án launaskerðingar.
 • Persónuuppbætur koma í stað orlofs- og desemberuppbóta og verða:
  • o des. 2019 kr. 115.850.
  • o maí 2020 kr. 50.450.
  • o des. 2020 kr. 118.750.
  • o maí 2021 kr. 51.700.
  • o des. 2021 kr. 121.700.
  • o maí 2022 kr. 53.000.
  • o des. 2022 kr. 124.750.
  • o maí 2023 kr. 54.350.
 • Lágmarksorlof verður 30 dagar og reiknast ávinnslan frá 1. janúar 2020.
 • Gert er ráð fyrir að orlofstöku ljúki að fullu á orlofsárinu.
 • Fái starfsmenn ekki orlof á sumarorlofstíma að ósk vinnuveitanda reiknast 25% álag á þann hluta sem tekinn er utan sumarorlofstíma.
 • Skilgreint er hvernig skuli greiða fyrir ferðir með nemendur og skjólstæðinga.
 • Aukið er við vinnufatnað við ræstingar og starfsfólk íþróttahúsa og sundstaða.
 • Greitt verður fyrir kr. 20 á unna klst þar sem krafist er borgaralegs fatnaðar við vinnu.
 • Skilgreint er persónuálag fyrir menntun á framhaldsskólastigi og fyrir meistarabréf í iðngrein.
 • Heimilt verður að veita starfsmanni sem starfað hefur skv. þessum samningi samfellt í þrjú ár launað leyfi í samtals 3 mánuði til að stunda viðurkennt nám sem veitir starfsréttindi.
 • Skilgreint verður hvernig skuli fara með ráðningar eftir 70 ára aldur.
 • Rýmri réttindi vegna veikinda barna og vegna mæðraskoðunar.
 • Greiðslur í sjúkrasjóð hækka í 0,6%. Tímabundið hækka greiðslur í sjúkrasjóð í 1,2% vegna Covid-19.
 • Launamaður fær 1,5% allra launa lögð inn í sérstakan Félagsmannasjóð ofan á launin. Stofnframlag verður í þennan sjóð kr. 61.000 miðað við fullt starf, og hlutfallslega fyrir þá sem eru í lægra starfshlutfalli. Tímabil til viðmiðunar fyrir stofngreiðslu er 1. apr. 2019 til 1. feb. 2020. Útfærsla á þessu atriði er í vinnslu hjá ASÍ og SNS.
 • Hagvaxtarauki reiknast á laun verði hagvöxtur hagstæður.
 • Launaþróunartrygging tengir laun við almenna markaðinn svo starfsmenn sveitarfélaga sitji ekki eftir.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.