Meðferð matvæla er 40 klukkustunda nám ætlað þeim sem ekki hafa lokið framhaldsskóla og starfa við meðhöndlun matvæla svo sem starfsfólki í mötuneytum, veitingahúsum og verslunum. Meðal námsþátta eru gæði og öryggi við meðferð matvæla, matvælavinnsla, þrif og sótthreinsun, merkingar á umbúðum matvæla, geymsluþol, ofnæmi og óþol, hollusta máltíða og fæðuflokkarnir. Meðferð matvæla getur verið liður í að búa sig undir raunfærnimat í matartækni sem Fræðslumiðstöðin býður upp á haustið 2021 og/eða undirbúningur fyrir nám í matartækni sem Menntaskólinn á Ísafirði ætlar að bjóða upp á vorið 2022.

Kennari: Salome Elín Ingólfsdóttir, næringarfræðingur.

Tími: Kennt þri. og fim. kl. 18-20:30 og annan hvern lau. kl. 9:00-13:00. Hefst 2. nóvember og lýkur 7. desember. 

Lengd: 40 klukkustundir.

Staður: Fjarkennt frá Ísafirði gegnum Zoom.

Verð: 15.000 kr.

Námsmat: 80% mæting, virk þátttaka og verkefnaskil. Lágmarksfjöldi 10 þátttakendur.

Minnum væntanlega þátttakendur á að kynna sér stuðning stéttafélaga og starfsmenntasjóða til greiðslu þátttökugjalda.

Sjá nánar / skráning:  Fræðslumiðstöð Vestfjarða / Nám / Meðferð matvæla (frmst.is)

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.