föstudagurinn 9. nóvember 2018

Ný kjarakönnun Verk Vest - Happdrættisvinningar!

RHA, Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hefur sent félagsmönnum netkönnun um komandi kjarasamningagerð. Það tekur innan við 5 mínútur að svara könnuninni og hvetjum við þig til að svara könnuninni.

Allir sem senda inn svör verða sjálfkrafa þátttakendur í happdrætti og eru veglegir vinningar í boði.

  1. Vinningur er viku dvöl að eigin vali í sumarhúsi félagsins á Spáni.
  2. Vinningur er helgardvöl að eigin vali í sumarhúsi / íbúð félagsins.
  3. – 5 Vinningur er inneignarkort í banka að verðmæti kr. 15.000.

Tökum öll þátt og stöndum saman til að berjast fyrir bættum kjörum.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.