fimmtudagurinn 5. janúar 2017

Öllum kröfum sjómanna hafnað

Formannafundur Sjómannasambandsins á Ísafirði
Formannafundur Sjómannasambandsins á Ísafirði

Á samningafundi sem var haldinn hjá ríkissáttasemjara fyrr í dag höfnuðu útgerðarmenn öllum kröfum sjómanna. Útgerðarmenn höfnuðu einnig að byggt verði ofan á þann samning sem var felldur í desember 2016. Þau viðbrögð útgerðarmanna setja viðræðurnar í raun á núll punkt. Því miður er ekki hægt að segja annað deilan hafi harðnað til muna eftir þessi hörðu viðbrögð útgerðarmanna við kröfum sjómanna. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila til fundar mánudaginn 9. janúar þar sem næstu skref í viðræðunni verða ákveðin.   

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.