Altomar í Los Arenales
Altomar í Los Arenales

Á næstu dögum munu félagsmenn fá bréf um sumarúthlutanir. Félagsmenn geta farið inn á orlofsvef félagsins http://orlof.is/verkvest/ og sótt um með því að velja: Sumar.

Félagið á orlofshús fyrir félagsmenn í öllum landshlutum sumarið 2018. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Bjarnaborg á Suðureyri (hluta af tímabilinu) Einarsstaðir við Eyjólfsstaðaskóg. Flókalundur í  Vatnsfirði.       

Illugastaðir í Fnjóskadal.  Svignaskarð í Borgarfirði. Ölfusborgir við Hveragerði.

Orlofshúsin eru leigð í viku frá föstudegi til föstudags. Hægt er að sækja um eina viku með allt að fjórum valmöguleikum. Tímabilið hefst föstudaginn 18. maí  og lýkur þann 14 september. Verð fyrir viku er 30.000.kr. Félagsmaður þarf að eiga að lágmarki 36 punkta til að geta sótt um.

Umsóknarfrestur rennur út 6. apríl 2018

Félagið á einnig hlut í orlofshúsi á Spáni og er það leigt í tvær vikur í senn að sumrinu, frá mánudegi til mánudags. Sumarleiga fyrir tvær vikur er kr. 93.000. Ekki þarf að eiga punkta til að panta húsið. Hér er hægt að skoða laus tímabil á Spáni, en íbúðin en eingögnu bókanleg í gegnum Verk Vest í síma 456 5190.

Ferðanefnd er tekin til starfa hjá félaginu á ný og eru fyrirhugaðar tvær ferðir á vegum félagsins ef þátttaka er næg. Önnur ferðin er á Snæfellsnes 9. – 10. júní og hin er haustferð til Glasgow 8. – 11. nóvember. Nánar auglýst síðar í Fréttablaði félagsins og á vefnum.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.