föstudagurinn 11. október 2019

Opnun leigutímabils verður 18. nóvember

1 af 2

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur fest kaup á sex nýjum íbúðum í Sunnusmára 16-18 í Kópavogi. Nýju íbúðirnar eru í ca. 200 metra fjarlægð frá Smáralind auk þess sem fjöldi þjónustuaðila er í næsta nágrenni s.s læknar, tannlæknar ofl. Þessa dagana er unnið að því að gera íbúðirnar tilbúnar til útleigu fyrir félagsmenn. Einnig er verið að selja íbúðir í Ásholti og Hagamel. Af þeim sökum verður ekki hægt að opna á næsta leigutímabil fyrr en flutningar eru afstaðnir og allt er klárt í nýju íbúðunum.

þann 18. nóvember verður því opnað fyrir leigu tímabilsins 3. jan 2020 til 16. maí 2020. 

Rétt er að benda félagsmönnum okkar á að bygginga framkvæmdir standa enn yfir í hverfinu. Af þessum sökum geta félagsmenn okkar orðið fyrir einhverju ónæði meðan á framkvæmdir eru í gangi.  

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.