mánudagurinn 6. apríl 2020

Orlofsbyggðum lokað tímabundið

Vegna smithættu hefur öllum orlofsbyggðum sem Verk Vest er með bústaði í verið lokað til 1. maí. Félagið harmar þau óþægindi sem þetta veldur félagsmönnum, en því miður var ekki hjá þessu komist í ljósi aðstæðna.

Við hvetjum félagsmenn til að ferðast innan húss og hlýða Víði.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.