þriðjudagurinn 2. júlí 2019

Orlofssjóður Verk Vest kaupir sex nýjar íbúðir

Sunnumárinn
Sunnumárinn
1 af 5

Stjórn félagsins hefur samþykkt kaup á sex nýjum glæsilegum íbúðum í Sunnusmára 16 - 18 í Kópavogi. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar eftir miðjan september og eiga allar nýju íbúðirnar að vera komnar í notkun fyrir lok október. Með kaupunum er verið að fjölga íbúðum félagsins á höfðuborgarsvæðinu þannig að í haust verða í boði alls sex nýjar íbúðir fyrir félagsmenn Verk Vest. Í boði verða tvær 3ja herbergja íbúðir og fjórar 4ra herbergja íbúðir. Mjög gott aðgengi er að húsinu og fylgir bílastæði með öllum íbúðunum. Í Sunnusmáranum er verið að byggja upp nútíma borgarhverfi sem er staðsett rétt fyrir ofan Smáralindina. Góð þjónusta er í næsta nágrenni hverfisins svo sem læknar, tannlæknar ofl. Áður hafði stjórn samþykkt að setja allar núverandi eignir Orlofssjóðs í Ásholti og Hagamel í söluferli. 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.