föstudagurinn 22. febrúar 2019

Óviðunandi tekjuskerðing í lífeyriskerfinu

Þórey Þórisdóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða skrifar "Tekjuskerðing almannatrygginga gagnvart eldri borgurum og öryrkjum er alls ekki sjálfsögð og því síður að hún teljist vera einhvers konar samfélagslögmál sem verði ekki brotið frekar en sjálft náttúrulögmálið. Tekjuskerðingunni var komið á með pólitískri ákvörðun og henni verður ekki breytt eða hún afnumin nema með pólitískri ákvörðun.

Íslendingar sýndu snemma forsjálni og byggðu upp lífeyriskerfi sjóðsöfnunar þar sem miðað er við að hver kynslóð leggi til hliðar á starfsævinni til efri áranna. Með því var fetuð sú braut sem Efnahags- og framfarastofnunin – OECD og Alþjóðabankinn mæla eindregið með af því samfélögin og efnahagskerfin ráða ekki við það til lengdar að fjármagna eftirlaun með sköttum að mestu eða öllu leyti í svokölluðum gegnumstreymiskerfum."

Greinina í heild sinni er hægt að lesa hér.

 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.