þriðjudagurinn 12. febrúar 2019

Sjálfkjörið í stjórn Verk Vest

Framboðsfrestur til stjórnar Verkalýðsfélags Vestfirðinga og í aðrar trúnaðarstöður hjá félaginu rann út kl.16:00 mánudaginn 11.febrúar. Kjörstjórn bárust ekki önnur framboð og er því A-listi trúnaðarráðs sjálfkjörinn til næstu 2ja ára. Var tilkynnt um niðurstöðuna á aðalfundi starfsgreinadeilda Verk Vest sem haldinn var í gærkvöldi þar sem einnig var kosið í stjórninr deildanna. 

Ný stjórn mun því taka við frá næsta aðalfundi Verk Vest, en nýjar deildastjórnir fegniu kosningu staðfesta á aðalfundi deilda eins og áður sagði.

Eftirtaldir skipa því nýja stjórn Verk Vest kjörtímabilið 2019 - 2021 frá næsta aðalfundi félagsins:

Formaður Finnbogi Sveinbjörnsson Hnífsdal

Varaformaður Bergvin Eyþórsson Hnífsdal

Ritari Gunnhildur Elíasdóttir Þingeyri

Gjaldkeri Kolbrún Sverrisdóttir Ísafirði

Varamenn í stjórn

Ari Sigurjónsson Ísafirði

Brynhildur Benediktsdóttir Ísafirði

Ómar Sigurðsson Ísafirði

Ólafur Baldursson Ísafirði

Formenn deilda eiga einnig sæti í stjórn skv. lögum félagsins og eru þeir:

Matvæla- og þjónustudeild

Ísleifur B. Aðalsteinsson Þingeyri ( kemur inn sem varaformaður deildar þar sem Gunnhildur var kosin ritari félagsins)

Opinber deild starfsfólks sveitafélaga og ríkisstofnana

Ingvar G. Samúelsson Reykhólum

Verslunar- og skrifstofudeild

Margrét J. Birkisdóttir Ísafirði

Iðnaðar- og tækjadeild

Guðjón Kr. Harðarson Ísafirði

Sjómannadeild

Sævar Gestsson Ísafirði

 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.