mánudagurinn 11. maí 2020

Skrifstofur félagsins opna

Þar sem strangar reglur um samkomubann hafa nú verið felldar úr gildi á Vestfjörðum þá opna skrifstofur félagsins aftur þriðjudaginn 12. maí. 

Starfsfólk félagsins vill beina þeim tilmælum til félagsmanna og annarra viðskiptavina að enn eru í gildi reglur um fjarlægðarmörk. Vegna þess eru allir hvattir til að nýta rafræn samskipti eins og kostur. Þeir sem þurfa að sinna brýnum erindum sem ekki verða leyst með rafrænum hætti eru beðnir að panta viðtalstíma í síma 456 5190 eða á postur@verkvest.is. Þannig reynum við í sameiningu að sýna samfélagsábyrgð og takmarka smitleiðir.

Hlökkum til að sjá ykkur aftur.

Starfsfólk Verk Vest á Ísafirði, Hólmavík og Patreksfirði

 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.