þriðjudagurinn 16. ágúst 2016

Sterkari saman í seinni hálfleik

Hvað mun einkenna vinnumarkaðinn á næstu árum og hvernig við búum okkur undir það? Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir verður með hið vinsæla námskeið "Sterkari saman í seinni hálfleik" á Ísafirði fimmtudaginn 25. ágúst í Fræðslumiðstöðinni á Ísafirði. 

Eftir námskeiðið ættir þú að:

  • Vita betur hvernig þú getur þróað starfsferil þinn með framtíðarþarfir í huga.
  • Hafa betri hugmynd um hvaða áskoranir geta komið upp á miðjum aldri og hvernig á að bregðast við.
  • Skilja mikilvægi þess að lífslíkur hafa aukist til muna - hvernig undirbýrð þú þig fyrir að lifa til hundrað ára?

Þó svo námskeiði verði haldið á Ísafirði verður það sent um fjarfundarbúnað til Hólmavíkur og Patreksfjarðar. Námskeiðsgjald er kr.11.900 á mann og geta félagsmenn í Verk Vest sótt um endurgreiðslu hluta námskeiðsgjalds hjá fræðslusjóðum félagsins.

Námskeiðið stendur frá kl. 17:00 - 19:00 og er nauðsynlegt að skrá sig á www.frmst.is

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.