mánudagurinn 29. júlí 2019

Súðavíkurhreppur sýnir gott fordæmi

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur fengið staðfest hjá Súðavíkurhreppi að þeir gæti jafnræðis varðandi sitt starfsfólk og ætli því ekki að undanskilja félagsmenn Verk Vest varðandi eingreiðslu á laun. Að sögn Braga Þórs Thoroddsen sveitarstjóra geta félagsmenn Verk Vest sem eru í starfi hjá Súðavíkurhrepp vænst eingreiðslu þann 1. ágúst.

Það þarf kjark og þor til að taka sjálfstæðar ákvarðanir sem þessa þegar kjaradeila er komin í hnút líkt og deila SGS og Sambands Íslenskra Sveitarfélaga er komin í. Því ber að fagna sérstaklega þegar virðing fyrir náunganum ræður för líkt og Súðvíkingar sýna nú í verki.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.