Nú er sumarúthlutun lokið og hefur verið opnað fyrir bústaði á orlofsvef félagsins. Geta félagsmenn því bókað í laus tímabil beint á orlofsvef félagsins óháð punktastöðu.
Stjórn Orlofssjóðs Verk Vest hefur ákveðið að leggja átakinu ferðumst innanlands lið með ennfrekari niðurgreiðslu gistimiða og Útilegukortsins. Eru félagsmenn hvattir til að kynna sér þessi frábæru tilboð sem gilda í sumar.
Einnig er rétt að ítreka að félagsskírteinið gildir sem afsláttarkort við kaup á vöru og þjónustu. Hér má skoða afsláttarkjör sem félagsmönnum bjóðast gegn framvísun félagsskírteinis Verk Vest.
Vegna víðtæks samkomubanns vegna Covid-19 hefur þurft að takmarka aðgengi að orlofsbyggðum og þær verið lokaðar í apríl. Í maí verður takmörkunum létt að hluta í flestum orlofsbyggðum þannig að hægt verður að leigja bústaði háð þeim takmörkunum sem eru í gildi á hverjum stað. Orlofsbyggðin í Flókalundi verður hinsvegar lokuð þangað til frekari ákvörun um afléttingu samkomubanns á Vestfjörðum tekur gildi. Verður opnun í Flókalundi tilkynnt um leið og línur um afléttingu samkomubanns skýrast betur.