Ferðaávísun Verk Vest veitir félagsmönnum aðgang að sértilboðum á gistingu um allt land (sjá kort). Samið hefur verið við tugi gististaða um að bjóða okkur allra bestu kjörin.
Félagið niðurgreiðir ferðaávísunina um 40% af valinni upphæð að hámarki kr. 30.000 á almanaksári. Við hverja niðurgreiðslu eru teknir punktar en þó aldrei fleiri en 30 miðað við hámarksnýtingu.
Veiðikort og Útilegukort eru komin í sölu og niðurgreiðir félagið verð kortanna til félagsmanna þannig að Veiðikortið kostar kr. 7.100 og Útilegukortið kr. 12.900 til félagsmanna í Verk Vest.
Hér er hægt að finna upplýsingar um tjaldsvæði.
Hér er hægt að finna upplýsingar um veiðisvæði.
Enn eru örfá tímabil laus í orlofshúsum og íbúðum inn á bókunarvef félagsins og minnt er á að hægt er að bóka helgarleigu í Flókalundi frá og með 20. ágúst. Rétt er að benda á að miklar innanhúss endurbætur hafa verið unnar á húsum félagsins í Flókalundi en sjón er sögu ríkari!
Við bendum félagsmönnum á að húsið okkar við Alicante á Spáni er laust til útleigu í sumar og gildir reglan “fyrstur kemur fyrstur fær”. Slakað hefur verið á sóttvarnarreglum á Spáni og telst Ísland ekki til áhættusvæða. Bent er á að nausynlegt er að hafa meðferðis vottorð um bólusetningu þegar ferðast er til Spánar.