Mynd: ruv.is
Mynd: ruv.is

Til að halda samfélaginu gangandi á erfiðum tímum reynir á fólkið okkar sem sinnir famlínustörfum. Öll vitum við að mikið reynir á heilbirgðisstarfstarfsfólk og þau sem sinna löggæslustörfum. Þetta fólk á mikið hrós skilið fyrir sín óeigingjörnu störf. En við megum ekki gleyma að það eru fleiri starfsstéttir sem sinna framlínustörfum og standa vaktina fyrir okkur við mjög erfiðar aðstæður. Starfsfólk sem sinnir ýmiskonar þjónustustörfum eins og í verslunum, veitingastöðum og á bílaverkstæðum svo dæmi séu tekin, eru í mikilli nálægð við smitleiðir. Þessar starfsstéttir leggja sig daglega í smithættu og eiga sannarlega mikið hrós skilið fyrir sitt óeigingjarna starf í okkar þágu.

Ef ekki væri fyrir mikilvægt framlag framlínufólksins okkar væri samfélagið sannarlega í verri stöðu og jafnvel alveg lamað. Fólkið okkar í framlínunni hefur sýnt alveg ótrúlega aðlögunarhæfni við erfiðar og krefjandi aðstæður. Þau sinna störfum sem öllum þykir sjálfsagt að séu til staðar, líka við erfiðar og krefjandi aðstæður. Í hvert sinn sem ég fer í verslun dáist ég að framlagi starfsfólks og er gírðarlega þakklátur fyrir að þau séu til staðar fyrir okkur.

Sýnum fólkinu okkar sem er í framlínustörfum virðingu og kurteisi, ekki bara núna þegar mikið reynir á vegna Covid-19, gerum það alltaf. Þetta er fólkið sem er í mikilli nálægð við smitleiðir og leggur sig í hættu til að halda samfélaginu gangandi.

Þökkum framlínufólkinu okkar fyrir, gerum það næst þegar við förum út í búð eða hvar sem við þurfum á þjónusta að halda. Sýnum þeim þakklæti, virðingu og gefum þeim stórt hrós.

Njótum páskahelgarinnar og virðum tveggja metra mörkin.

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.