Í ljósi ákvörðunar ríkisstjórnar og tilmæla sóttvarnarlæknis hvetjum við félagsmenn til að nýta rafræn samskipti við starfsfólk félagsins. Starfsemi á skrifstofum félagsins verður óbreytt að því undanskildu að nú verður hurðin læst, þannig að þeir sem þurfa nálgast lykla eða þurfa nauðsynlega að eiga samtal þurfa að bóka tíma í síma 456-5190 eða með tölvupósti á postur@verkvest.is
Takmarkað aðgengi hjá skrifstofum félagsins á Ísafirði og Patreksfirði gildir frá og með fimmtudeginum 25. mars til fimmtudagsins 15. apríl. Takmarkað aðgengi er fyrst og fremst varúðarráðstöfun þar sem félagið vill leggja sitt af mörkum til að verja heilsufar félagsmanna og hefta útbreiðslu veirunnar.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda félagsmönnum.