Starfshópur sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, skipaði í lok síðasta árs leggur til fjórtán tillögur og breytingar á þeim úrræðum sem fyrir eru til að auðvelda ungu fólki og tekjulágum að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Tillögur hópsins voru kynntar í dag á fjölmennum fundi í húsakynnumi Íbúðalánasjóðs. Þær miða m.a. að því að auðvelda fyrrnefndum hópum að safna fyrir útborgun í íbúð og létta hjá þeim afborgunarbyrði lána.

Skýrsla sérfræðihóps

Til­lög­urn­ar í heild sinni:

 • Til­laga 1 - Start­lán. Ríkið veiti viðbót­ar­lán með háum veðhlut­föll­um og hag­stæðum vöxt­um til af­markaðra hópa sem eiga sér­stak­lega erfitt með að eign­ast hús­næði. Start­lán verði háð því að um hag­kvæmt hús­næði sé að ræða sem er í sam­ræmi við þarf­ir lán­taka. Til­tek­inn hluti start­lána gæti verið tengd­ur nýj­um íbúðum til þess að auka fram­boð nýs, hag­kvæms hús­næðis.
 • Til­laga 2 - Eig­in­fjár­lán. Ríkið veiti eig­in­fjár­lán sem geta numið 15-30% af kaup­verði og eru án af­borg­ana. Eig­in­fjár­lán lækka bæði þrösk­uld út­borg­un­ar og greiðslu­getu og gætu nýst t.d. þeim hópi sem ekki ræður við greiðslu­byrði start­lána. Eig­in­fjár­lán verði af­mörkuð við hag­kvæmt hús­næði og hægt að nota þau til að skapa auk­inn hvata til bygg­ing­ar slíks hús­næðis. Höfuðstóll eig­in­fjár­lána tek­ur breyt­ing­um með markaðsvirði íbúðar­inn­ar. Lánið end­ur­greiðist við sölu íbúðar eða eft­ir 25 ár. Lán­taki má greiða lánið upp fyrr á matsvirði eða í áföng­um og hef­ur hvata til þess því eft­ir fimm ár reikn­ast hóf­leg­ir vext­ir á lánið.
 • Til­laga 3 - Tekju­lág­ir geti full­nýtt skatt­frjáls­an hús­næðis­sparnað. Þeim sem ekki ná að full­nýta ár­lega heim­ild til skatt­frjálsr­ar ráðstöf­un­ar sér­eign­ar­sparnaðar verði heim­ilt að leggja meira en 4% af laun­um skatt­frjálst í sér­eign­ar­sparnað til að nýta há­marks­fjár­hæðina.
 • Til­laga 4 - Ráðstafa megi einnig 3,5 pró­sentu­stig­um líf­eyr­isiðgjalds skatt­frjálst til hús­næðis­sparnaðar. Heim­ild til ráðstöf­un­ar allt að 6% sér­eign­ar­sparnaðar skatt­frjálst til fyrstu íbúðakaupa verði út­víkkuð þannig að einnig verði heim­ilt að nýta 3,5 pró­sentu­stig iðgjalds líf­eyr­is­sparnaðar til íbúðakaupa eða sam­tals 9,5% af laun­um.
 • Til­laga 5 - Árleg há­marks­ráðstöf­un verði upp­reiknuð og fylgi þróun á verði íbúðar­hús­næðis. Há­marks­ráðstöf­un skatt­frjálsr­ar ráðstöf­un­ar inn­an hvers árs verði upp­reiknuðmeð hliðsjón af þróun íbúðaverðs en það hef­ur hækkað um 22% frá því fjár­hæðin var ákveðin í lög­um. Fjár­hæðin fylgi fram­veg­is þróun íbúðaverðs.
 • Til­laga 6 - Skil­yrði um fyrstu kaup verði rýmkað. Skatt­frjáls ráðstöf­un líf­eyr­is­sparnaðar til íbúðakaupa verði einnig í boði fyr­ir fólk sem hef­ur ein­hvern tím­ann áður átt íbúðar­hús­næði enda hafi það ekki átt íbúð und­an­far­in t.d. 2 ár og ekki áður full­nýtt úrræðið.
 • Til­laga 7 - Skil­yrði um sam­fellda nýt­ingu verði aflétt. Í stað nú­ver­andi skil­yrðis um sam­fellda nýt­ingu sér­eigna­sparnaðar verði heim­ilt að nýta úrræðið yfir 120 mánaða tíma­bil með hlé­um.
 • Til­laga 8 - Efla kynn­ingu á úrræðum meðal yngri ald­urs­hópa. Um fimmt­ung­ur leigj­enda á aldr­in­um 18-24 ára kveðst hafa lít­inn áhuga á að nýta sér skatt­frjáls­an hús­næðis­sparnað enda hafði meiri­hluti þessa hóps ekki kynnt sér úrræðið.
 • Til­laga 9 - Vaxta­bót­um beint að tekju­lægri hóp­um. Kerfi vaxta­bóta verði breytt þannig að vaxta­bæt­ur verði fyrst og fremst fyr­ir af­markaða fé­lags­hópa sem eiga sér­stak­lega erfitt með að eign­ast íbúð.
 • Til­laga 10 - Hvat­ar til að draga úr notk­un verðtryggðra íbúðalána. Of­an­greind úrræði um start­lán, eig­in­fjár­lán, aukna ráðstöf­un líf­eyr­is­sparnaðar til íbúðakaupa og vaxta­bæt­ur geta verið háð skil­yrðum um að önn­ur fjár­mögn­un íbúðar­kaupa sé ekki verðtryggð. Mögu­legt er að nýta vaxta­bæt­ur sem hvata til að draga úr notk­un verðtrygg­ing­ar.
 • Til­laga 11 - Frest­un af­borg­ana af náms­lán­um LÍN um fimm ár. Heim­ilt verði að fresta af­borg­un af náms­lán­um fyrstu fimm árin eft­ir kaup á íbúð og/​eða fá þegar greidd­ar af­borg­an­ir end­ur­lánaðar í tengsl­um við íbúðakaup. Fyr­ir hvert ár verði þannig hægt að fresta eða fá end­ur­lánaða allt að 200 þúsund kr. af­borg­un, sam­tals allt að 1 mkr á fimm árum.
 • Til­laga 12 - Af­slátt­ur af stimp­il­gjaldi við fyrstu kaup verði 200 þúsund kr. Í stað lækk­un­ar af stimp­il­gjaldi (0,4% í stað 0,8%) af kaup­verði fyrstu íbúðar verði af­slátt­ur­inn föst krónu­tala, 200 þúsund krón­ur. Með breyt­ing­unni yrði stuðning­ur­inn sá sami í krón­um talið hvort sem keypt er ódýr eða dýr fyrsta íbúð.
 • Til­laga 13 - Stuðning­ur við þá sem kjósa að byggja sjálf­ir. Íbúðalána­sjóður yrði miðstöð upp­lýs­inga fyr­ir hús­byg­g­end­ur og kæmi í aukn­um mæli að fjár­mögn­un slíkra verk­efna á fyrri bygg­ing­arstig­um.
 • Til­laga 14 - Val­kost­ir á mörk­um eign­ar og leigu verði efld­ir. Á meðal þeirra mögu­leika sem þar koma til greina væri ný lög­gjöf um blönduð eign­ar­form, auk­in upp­bygg­ing hag­kvæms hús­næðis með bú­setu­rétti, kaup­leiga inn­an al­menna íbúðakerf­is­ins og meðeign hins op­in­bera í hús­næði.

 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.