mánudagurinn 19. desember 2016

Umsóknir um styrk úr Vinnudeilusjóði

Samkvæmt 8. grein reglugerðar Vinnudeilusjóðs Verkalýðsfélags Vestfirðinga er auglýst eftir umsóknum um styrk úr Vinnudeilusjóði félagsins. Eingöngu sjómenn sem voru á kjörskrá vegna atkvæðagreiðslu um kjarasamning Verkalýðsfélags Vestfirðinga við SFS eiga rétt á styrk úr sjóðnum meðan verkfall sjómanna stendur.

Umsókn skal vera skrifleg og er nauðsynlegt að nýjasta afrit af launaseðli fylgi með umsókninni, að öðrum kosti áskilur stjórn sjóðsins sér rétt til að hafna umsókn. 

Reglugerð Vinnudeilusjóðs má finna hér.

Áríðandi er að öll nauðsynleg gögn fylgi umsókninni. Umsóknareyðublað er hér.

Styrkir verða greiddir út mánaðarlega og verður fyrst greitt úr sjóðnum föstudaginn 6. janúar 2017.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.