fimmtudagurinn 10. mars 2016

Umsóknir um sumarúthlutun 2016 komin á vefinn

Svignaskarð hús nr.9
Svignaskarð hús nr.9
1 af 4

Nú er hægt að nálgast eyðublað fyrir sumarúthlutun 2016 á vef félagsins. Sumarúthlutunartímabilið er frá 13. maí - 9. september og þurfa umsóknir að hafa borist félaginu fyrir 8. apríl næst komandi. Allar upplýsingar um leigustaði og tímabil eru á blaðinu og eins og áður merkja umsækjendur valmöguleika inn á blaðið. Áríðandi er að vanda upplýsingar sem koma fram á blaðinu og hafa í huga að punktakerfi segir til um forgang við úthlutun. Ef margir umsækjendur eru um sömu tímabil verður dregið um tímabil. Rétt er að minna á að íbúð sem félagið á hlut í rétt hjá Alicante á Spáni er ekki í sumarúthlutun. Þeir sem hyggja á Spánarferð bóka beint hjá Ólöfu hjá Vlf. Snæfellinga í síma 5881991 eða olof@verks.is 

Nánari upplýsingar um ibúðir og sumarhús má finna á orlofshúsavef félagsins.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.