Nú er lokið fyrstu úthlutun orlofshúsa og ættu nú allir umsækendur að hafa fengið tölvupóst um hvort þeir fengu úthlutað húsi eða ekki. Þeir félagsmenn sem fengu úthlutað hafa tíma til 4. maí til þess að ganga frá greiðslu. Þeir sem hyggjast ekki nýta sér vikuna sem þeir fengu úthlutað eru hvattir til þess að láta vita sem fyrst á skrifstofu í síma 4565190. Þeir sem ekki fengu úthlutað hafa tíma til 7. maí til þess að tryggja sér lausar vikur. Þann 8. maí opnast svo fyrir bókun fyrir alla félagsmenn.