fimmtudagurinn 28. apríl 2016

Úthlutun umsókna um sumarhús lokið

Sundlaugin í Flókalundi
Sundlaugin í Flókalundi

Til úthlutunar voru 109 vikur á tímabilinu frá 13. maí  - 9. september. Flestar umsóknir voru á vinsælustu vikurnar á tímabilinu frá miðjum júni fram yfir miðjan ágúst. Alls bárust 136 umsóknir til félagsins vegna sumarúthlutunar, þar af voru 20 umsóknir sem ekki áttu rétt á sumarúthlutun. Af 116 umsóknum voru 76 umsóknum úthlutað og hefur þeim félagsmönnum verið sendur tölvupóstur með greiðslu upplýsingum og tímafrest til að staðfestingu á úthlutun. Þeir sem ekki fengu úthlutað hafa líka fengið tilkynningu en geta sótt STRAX um þær vikur sem verða lausar til úthlutunar. Þann 20. maí verður opnað fyrir umsóknir bústaðanna á orlofsvef félagsins og gildir þá reglan fyrstur kemur fyrstur fær óháð punktastöðu.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.