Uppfærð vefútgáfa af kjarasamningi fyrir verslunar- og skrifstofufólk er nú loksins aðgengileg á heimasíðu félagsins. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér helstu breytingar svo sem styttingu á vinnuviku. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á að þeir vinnustaðir verslunar- og skrifstofufólks sem enn hafa ekki gert samkomulag um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar þurfa að gera slíkt fyrir áramót. Hjá þeim sem hafa ekki klárað þau mál fyrir áramót mun hver vinnudagur að styttast um 9 mínútur eða 45 á viku hjá starfsmanni í fullu starfi frá 1. janúar 2020. 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.